Varð að skoða orðalistann hér að neðan og hann er auðvitað barn síns tíma. Mjög traditionlegur (meina það ekki neikvætt) en einnig mætti alveg leggja smá auka vinnu í hann því þetta er ágætis efnisviður þarna. Þarna eru samt hlutir sem segja ekki neitt. Dæmi:
Helstu tæknir
Helstu lásar
Ikkyo: Fyrsti lás
Nikyo: Annar lás
Sankyo: Þriðji lás
Yonkyo: Fjórði lás
Þetta segir auðvitað notandanum ekki neitt. Fyrsti lás, annar lás…
Ég held að ráð væri að bæta þarna inn öðrum orðskýringum. Segja t.d. hvað helstu mót væru (UFC o.fl) og svo framvegis. Einnig að horfa á þetta svolítið nýrri augum. En þetta er auðvitað talsverð vinna og ég er ekki að bjóða mig fram í hana enda stýri ég öðrum spjallborðum en þessum. Bara hnaut um þetta.