Hmm… á svona sameiginlegum æfingum glíma menn nú bara sér til gamans og þá er það bara undir hverjum og einum komið. Yfirleitt skoða menn nú bara hvað hinir eru að gera og júdómenn eru nú oftast mjög opnir fyrir þeim hlutum sem eru ekki leyfðir í júdó og reyndar finnst mörgum júdómönnum sem ég hef rætt við reglurnar í júdó full margar. En það er auðvitað misjafnt.
Varðandi opnum mótin þá eru þetta jú opin mót, þ.e. öllum iðkendum annarra klúbba er heimiluð þátttaka. Hvort einhverjum “af götunni” væri heimiluð þátttaka þá sé ég í fljótu bragði ekkert sem mælir gegn því en það hefur einfaldlega ekkert reynt á slíkt. Eflaust yrði það bara skoðað, þ.e. hvert tilfelli, en eins og ég segi þá sé ég ekkert að því. Opin mót eru þó engin skotskífa fyrir einhverja slagsmálahunda, ekki að ég sjái að það skipti miklu því þeir yrðu bara hengdir af alvöru keppendum. ;)