beið eftir þessu.
Hef mikið pælt í því hvernig ég gæti útskýrt þetta fyrir félögunum (ekki það að þú sért á sama þekkingarstigi í bardagaíþróttum og þeir) en þessar hreyfingar í júdó myndi enginn nota í alvörunni.
Maður leggst á grúfu af því að maður veit að mótherjinn pressarmann niður, ef maður fær tækifæri þá sprettur maður strax upp aftur eða skýtur sér undan.
Hins vegar er enginn í götubardaga að fara að pressamann niður eins og í gólfglímu.
Auk þess er Júdó, þegar vel er á litið, ein fullkomnasta sjálfsvarnaríþróttin ef maður lendir í einhverju veseni. Þá er ég ekki að meina að þú stillir saman þessum og þessum og gáir hvort sé betra í slag, heldur í böggi.
Hrindingum, togunum og slagsmálum eins og þau gerast í alvörunni. Þegar maður sér tvo gaura niðri í bæ hangandi utan í hvorum öðrum, búnir að læsa sig fasta að reyna að lemja einhver högg þá er júdó fullkomin sjálfsvarnar íþrótt í það.
Auk þess hvað hún er snyrtileg, henda manninum og labba burt eða í verstafalli lása.
BJJ er náttúrulega álíka gott í svona veseni nema hvað það er tekið á standandi kaflanum í júdó líka. Aðeins meira úrval af köstum heldur en bara einhver take-down (núna er ég mjög líklegast að sýna fávisku mína um Bjj)
En þetta á auðvitað ekki við ef það kemur kannski einhver slagsmálahundur að þér til að lemja random gaur. En miðað við hvernig hnoð, stælar, og almenn læti og hamagangur, eins og maður hefur séð þau, þá finnst mér júdó alltaf vera fullkomið í aðstæðurnar.
Auk þess sem það er langskemmtilegasta keppnisíþróttin af bardagaíþróttum að mínu mati. :)
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig