Það verður að segjast; að ég veit það bara ekki og færu þau mál eftir hentugheitum hvers þjálfara fyrir sig, en hver mun kynna sitt og veita - að ég býst nú við - nokkuð aðgengilegar aðfarir sem flest-allir geta stundað eftir eigin þokka. Svo lengi sem engin ‘samanburður’ verður hafður í fyrirrúmi og opið - vinsamlegt - viðmót sýnt í hvívetna… Það þætti mér best!
Mitt prógram mun td. ekki ganga út á ‘full-contact sparring’ (of mikil áhætta…?!?), en ég mun þá frekar stefna að léttu ‘einföldu’ samspili og kenna - jafnvel - einhver launráð í leiðinni…!-)
Þó, þá, það og hefði ég nú verið til í að fá einhverja - þó ekki nema - kickbox/thaibox þjálfara til leiks, jafnvel einhvern til kennslu í BJJ (Mjölnir!!!), en svo fór nú ekki að sinni (tja, hingað til) og ekki við öðru að búast þar sem hver þjálfari hefði líklegast þurft á hinum ýmsu græjum að halda til að geta kennt sína list/íþrótt.
…En ég held ég hafi nú meira að segja skotið því inn einhversstaðar að þó sparkboxið væri einungis þjálfað léttilega án búnaðar - svona ‘streetfight’ stæl - þá hefði mér þótt það hið besta mál. Alas og engin svör hingað til…:-/
Kannski í næsta skipti…
Kv,
D/N