Hehe ég hef ágætis þekkingu á þessu sporti enda hef ég fylgst með því í nokkur ár og séð næstum allar Pride og UFC keppnir frá upphafi. Og ekki nóg með það, heldur er ég mikill Cro Cop aðdáandi og hef ekki bara séð MMA bardagana hans heldur líka K-1 bardagana. Það getur vel verið að Cro Cop hafi ekki verið upp á sitt besta á móti Sanchez og hann er ósáttur við það að enda þann bardaga ekki á highlight reel making KO en það að klára bardaga á TKO í fyrstu lotu á móti ósigruðum andstæðing er bara að mínu mati ekki “slappt”, kannski er það bara ég.
Cro Cop hefur alltaf verið mjög góður counter puncher og vill oft lokka andstæðingana inn til sín og svara með beinum höggum. Auðvitað er hann góður að sækja líka, hann gerir bæði vel. Á móti Hunt í MMA var hann ekki með sjálfum sér enda var hann veikur með flensu í þeim bardaga. Horfðu á K-1 bardagann á milli Hunt og Cro Cop, þar var Cro Cop með sitt A-Game og þó að Hunt hafi reynt að pressa vann Cro Cop þann bardaga nokkuð örugglega, náði meira að segja að sparka Hunt niður einu sinni.
Bætt við 26. apríl 2007 - 17:08
En það var auðvitað alveg óþarfi að kalla þig þroskaheftann og ég biðst afsökunar á því. Var bara fúll yfir því að uppáhalds fighterinn minn skuli hafa tapað.