Þetta myndband hefur þannig séð ekkert beint að gera með Ninjitsu, en þetta er samt svona að hluta til tengt efni…
http://www.youtube.com/watch?v=QkBkZpK-fYQ
Þessi 34 ára gamli sjómaður varð nýlega annar maðurinn af rúmlega 500 keppendum sem tekist hefur að klára öll “borðin” í þrautabrautakeppninni “Ninja Warrior”, sem er mjög vinsælt sjónvarpsefni í Japan og eru þættirnir að ná vinsældum vestanhafs þessa dagana.
Ninja Warrior þættirnir ganga út á hrikalega erfiðar þrautabrautir sem reyna á styrk, fimi, úthald og jafnvægisskyn keppenda. Ólíkt grínþáttum á borð við Takeshi's Castle(einnig þekkt sem Most Extreme Elimination Challenge) er Ninja Warrior fúlasta alvara, og jafnvel heimsklassa fimleikamenn hafa koksað á þessum þrautum.
Þess má til gamans geta að þættirnir eru kallaðir Ninja Warrior á vesturlöndum, en bein þýðing japanska nafnsins er víst “The Viking Challenge” eða eitthvað álíka. Sýnir hvernig popp-kúltúr grasið er alltaf grænna hinumegin við girðuinguna :D