Hmm, vinur minn er ennþá í mikilli fýlu og hann drepur mig ef ég segi hvað ég gerði.
Annars með vopnin þá eru þau til í milljónatali og til þess að glöggva þig á þessu þá get ég sagt þér að dao þýðir sveðja á mandarín, og dao á við það sem við myndum kalla höggsverð eða einskonar sverð með bogadregnu blaði. pu-dao sem ég á er með járnhring neðst áfastan við járnhólk síðan kemur tréhlutinn, annar járnhólkur ,diskur(hjöltu) og svo sveðjan á endanum og hún er af breiðari gerðinni, mjög lík svokallaðri nan-dao sem er stutt einnar-handarsveðja mest notuð í suður kína og á við nan-quan ( suður-hnefa = Hong Kong myndirnar ).
mitt vopn er um 170cm og á það við mína hæð 190cm. Ef ég man rétt þá var Naginata með mjórra blaði og jafnvel lengra en pu-dao miðað við notandann.
En algengast af shao-lin langsveðjunum er einmitt pu-dao, sem kaninn kallar horse-cutter, sem er ógeðslegt nafn en vísar til þess að með því er mögulegt að ráða niðurlögum hestastríðsmanna/riddara. Þó ég sé ekki viss um að þessi enska nafngift sé alveg rétt.
Síðan er einnig til da-dao eða stórsveðja og hún er STÓR, kaninn kallar hana stundum kuan-dao minnir mig en það er vitleysa, þeir vilja einhvað tengja þessa sveðju frægum hershöfðingja sem vóg mann og annan með slíku vopni.
Ég hef séð vopn sem líkist Naginata mjög en ég bara man ekki hvað það hét, mér leist þó mjög vel á það vegna þess að blaðið var mjórra, sem þýðir meiri hraði, þó á móti kemur að það getur verið kostur að hafa þyngd í blaðinu líkt og með öxi. En pu-dao er upprunnið úr hermennsku og miðast við brynklædda andstæðinga ( og hestagreyjin ).
Bætt við 3. apríl 2007 - 17:54
smávegis leiðrétting, kannski smámunasemi en nan-dao er eins og öll önnur kínversk vopn til í mörgum útfærslum og einnig til sem tveggja-handa sveðja.