Þar sem vöntun er á húsnæði; þá er ekki verra að hegða sér samkvæmt því og iðka Bujinkan þjálfun sem skyldi, utandyra og á Klambratúni (í næsta nágrenni Kjarvalsstaða, Rvk), en æfingar hefjast klukkan 17:00, á sunnudögum og þriðjudögum (málið er að hittast bara við sandi þakinn fótboltavöll á svæðinu og hlaupa svo í felur…:-)

Æfingar munu stjórnast af Kalla (Grænt belti, 5 Kyu) og Solveigu (Rautt belti, 8 Kyu), en einblínt skyldi á eftirfarandi:

1. ‘Kihon Waza’ grunntækni og stöður…

2. ‘Taihenjutsu Ukemi Gata’ hreyfingar, viðnám (veltur og föll) og líkamshegðan…

3. ‘Hajutsu Kyu Ho/Kihon Happo’ árásar/varnar aðferðir og grunnform…

Einnig má búast eitthvað við iðkun á Hanbojutsu/Bojutsu staftækni (ef þú þorir Kalli…:-), en þó skyldi helst huga að undirbúning fyrir frekari skref er ég kem til landsins í lok maí og verð - vitanlega - með ofaukna tilburði og þjálfun…!-) Svo er alltaf ‘góður’ möguleiki á rólegu ‘sparring’ og öðru slíku er þeim kemur til hugar…

Verið - óhikað - í sambandi ef einhverjar spurningar vakna…

Kv,

D/N