Nú jæja, lagði höfuðið í bleyti (eina ferðina enn…;-) og gerðist þrumulostinn er einni dettunni laust all-skyndilega…:

Hvernig væri ef við kæmum okkur saman (þegar ég er næst á klakanum, þ.e.a.s. apríl/maí) og héldum blandaðar samæfingar á tilvöldum stað (Mjölnishús!?!). Væri þá mögulegt að vera með kannski 1 klukkutíma á hverja bardagalist og reyna þá að kynna/sýna sem flest; td. TKD, BJJ, Judó, Jiu Jitsu, Karate, Thai/Kick box, Kung Fu/Wushu, Ninjutsu, JKD, Aikídó og bara allt hvað (svo ég láti einhver nöfn flakka)… Svo lengi sem einhver - hæfur (kennari) - tæki sig til með sitt þema og allir gætu þá verið með, skemmt sér konunglega og prófað eitthvað nýtt…

Væri jafnvel hægt að auglýsa dæmið undir flaggi þeirra sem héldu mótið og hafa þetta um helgi, segjum laugardag/sunnudag, ca. 6 tíma pr. dag…

Allavega, þá ákvað ég bara að koma þessu áleiðis frekar en að láta þetta falla í algleymi, en það ætti nú ekki að vera of mikið mál að gerast samvirkir í þessu og kynnast hvoröðrum svolítið betur í leiðinni…;-)

Endilega látið vita hvað ykkur finnst…

Kv,

D/N