Aykiama er ennþá í banni, og er víst orðinn hataðasti maður í MMA í Japan. Skömmu eftir skandalinn hófst auglýsingaherferð með myndum af honum frá Adidas Japan eða einhverju svoleiðis og MMA aðdáendur þar í landi urðu alveg brjálaðir og söfnuðu undirskriftum og skömmuðust þangað til a sportfyrirtækið dró “sponsið á Aykiama til baka og hætti að sýna auglýsingarnar.
Margir vilja meina að þetta hatur á Aykiama snúist um það að hann sé ekki ”ekta" japani heldur eigi ættir að rekja til Kóreu, sem geri svindl hans á móti þjóðarstoltinu Sakuraba ennþá verri. Sumir telja daga hans sem stjörnu í Japan talda og að hann verði að fara að keppa annarsstaðar til að fá frið, en það eru nú held ég ýkjur.