Það er - og gerist - oft tíska meðal myndlistarmanna; að fara í hnút og setja upp fýlusvip þegar einhver gerist krítískur…;-)
…En svo er ekki farið hér og kann ég vel að meta allt umtal, hvort - og hvernig - sem orðum er um farið… Takk fyrir mig!!!
Til útskýringar: ‘Trúðsstælarnir’ eru svo sem frábrugðnir því er fólk á kannski að venjast og geta metið, en reiður er ég nú allra síst; tja, þó svo ég setji mig nú í hlutverk (en til þess er nú ‘leikurinn’ gerður…!-) Þetta er - jú - myndlist…
Notkun á prikum, sverðum, rýtingum, keðjum/svipum og/eða bareflum (skotvopnum!?!); þá ásamt aðferðum og bardagahegðan/viðmóti; er allt að mestu - ef ekki öllu - leyti numið (runnið) úr þeirri þjálfun er ég hef hlotið í bardagalistum. Ástæðan fyrir birtingu hér á Huga væri þá sú og allra helst; að sýna hvað maður hefur fyrir stafni og þá - jafnvel - gefa hugmynd um hversu bardagalistir geta þjónað tilgangi í einhverju öðru en td. slagsmálum og/eða sjálfsvörn… Svona enn tekið í menningarárina hér og snert á mikilvægu ‘notagildi’ bardagalista (enn og aftur)…;-)
Að öðru leyti (þó innan ofanverðs ramma); tel ég kunningjaskap minn nokkuð ágætan hér og meðal góðra félaga á ‘bardagalistum’, enda gaman að sýna góðu fólki það hvað hjartað snertir og hljóta þá umtal og/eða skoðanir ef svo ber við… Enda kann ég vel að meta og er bara þakklátur, en vonast svo - jafnframt - að hitta á sem flesta, einn góðan veðurdag er sýning á sér stað (sjáum til seinna meir)…
…En það er margt í gangi og í mörgu að snúast. Endilega fylgist með og látið í ykkur heyra ef eitthvað býr yfir/undir… Ég nýt einungis góðs af…;-)
Kv,
D/N