Á meðan prowrestling hjakkar í því soruga fari að nýta sér alla verstu eiginleika mannskepnunnar til að selja vöruna sína, sé ég ekki hvernig sæmilega grandvarir bardagalistamenn geta þolað að hafa þetta á sínu áhugamáli.
Það er eitt að feika úrslitin(þó að það sé nú alveg nægilega slæmt), en WWE klykkir algerlega út með því að búa til “plott” þar sem menn vinna titla með því að svindla, berja menn aftanfrá með stólum og hækjum, hóta dómururm og fleira ósmekklegt. Þó svo að það sé allt leikið þá er boðskapurinn afar slæmur og ekki í líkingu við neitt af því sem taldist vera gott prowrestling hér í gamla daga.
Einnig hefur WWE verið að sigla ansi langt út á mið karlrembu með “bra and panty matches” og einhverju svoleiðis bulli.
Og svo er þetta alls engin bardagalist þegar upp er staðið.
Ég mæli með því að þið sem hafið áhuga á þessu sendið stjórnanda leiklistaráhugamálsins skilaboð og biðjið um kork. Þetta á mun meira sameiginlegt leiklist en bardagalist, og mig grunar að það skapist mun meiri sátt um áhugamálið þar heldur en hér.