Björn fékk gull, Anna silfur og Sólrún brons á Trelleborg Open
Flottur árangur hjá íslensku sveitinni á Trelleborg Open (styrkleiki A) í Svíþjóð nú um helgina. Björn Þorleifsson fór á kostum og vann glæsilega til gullverðlauna. Björn keppti fjóra bardaga og vann þá alla. Þann fyrsta 8-1 á sjö stiga reglunni á móti Svíþjóð, þann annan á rothöggi, þann þriðja 9-6 á móti Gabriel Matthiessen frá Þýskalandi og úrslitabaradagann á móti Allan Pedersen frá Danmörku á sjö stiga reglunni í síðustu lotu.
Auður Anna Jónsdóttir gerði það einnig gott. Hún keppti þrjá bardaga, vann tvo þeirra en tapaði á móti Þýskalandi í úrslitunum. Sólrún keppti einn bardaga og nældi sér í bronsverðlaunin.
Gauti og Haukur voru óheppnir, en þeir mættu sterkum andstæðingum í sínum riðli strax í byrjun og duttu út. Haukur keppti á móti Tékka sem marði sigur á síðustu mínútunni 9-10, en þess má geta að Tékkinn vann gullverðlaun í flokknum. Gauti mætti keppanda frá Kína og fór bardaginn 1-3.
Paul Voigt landsliðsþjálfari var ánægður með árangur íslenska liðsins.
Texti: Erlingur Jónsson
Upplýsingar: Paul Voigt
Stjórnandi á