Reyndar er mjög líklegt að UFC kaupi Pride áður en árið er á enda ef að Dream Stage Entertainment(sem á Pride) nær ekki að gera allavega einn af tveimur hlutum mjög bráðlega:
1. Redda sér nýjum sjónvarpssamning, skv. Dave Meltzer, íþróttafréttamanni sem er með nokkurnvegin bestu samböndin í bransanum hefur DSE verið að tapa allt að átta milljónum dollara á hverju einasta cardi síðan þeir misstu sjónvarpssamningin sinn
2. Ná einhverjum almennilegum vinsældum í bandaríkjunum. Fyrsta cardið þeirra í Las Vegas fékk u.þ.b 75.000 pay-per-view pantanir, sem er ALLTOF lágt miðað við það sem það kostar að setja upp sýningu af þeirri stærðargráðu sem The Real Deal var. UFC hefur verið að hala inn 400.000 og upp í rúmlega 700.000 PPV kaup árið 2006. Tito vs Liddell II braut víst 1 milljón kaupa múrinn og er þar með stærsta Pay Per View allra tíma sem ekki innhélt Mike Tyson eða Oscar De La Hoya, og sló bestu frammistöðu WWE út, sem var einhversstaðar rétt undir milljón.
Það er ekki spurning að UFC er núna rekið með miklum hagnaði en Pride er rekið með bullandi tapi í þeirri von að hlutirnir lagist - ef þeir gera það ekki bráðlega þá MUN Dream Stage Entertainment selja Pride og einbeita sér að þeim eignum fyrirtækisins sem skila hagnaði, eins og t.d Hustle fjölbragðaglímukeppninni.
En að segja að UFC sé með betri keppendur en Pride er ekki rétt….en þeir eru mun nær því í dag heldur en þeir voru fyrir ári síðan, og ég er nokkuð viss um að 1. Feb 2008 munu þeir vera ennþá nær því, ef ekki búnir að toppa Pride.
Sögur um að Brazilian Top Team séu að hugsa um að svissa yfir í UFC, og að Chute Boxe vilji senda þá af sínum keppendum sem eru ekki stórstjörnum(þ.e alla nema Shogun og Wanderlei) yfir í UFC ganga fjöllum hærra. Nogueira bræðurnir eru víst ekkert sáttir við hvernig komið er fram við þá af DSE, og samband BTT og DSE er stirðara en það hefur nokkurntíman verið…..
Chute Boxe var að flytja í nýtt gym í Curitiba og þar blasir við þetta líka fína búr við hliðina á boxhringnum, þannig að þeir vita greinilega hvert vindarnir blása.
Þannig að ég verð að segja að mér finnst nákvæmlega ekkert að því að segja að UFC sé gjörsamlega að rasskella Pride hvað varðar vöxt og góða markaðssetningu, áhugi Japana á MMA virðist vera að minnka þessa dagana, og fólk er tregara til þess að eyða stórum fjárhæðum í að fylgjast með sportinu. Á meðan eru bandaríkjamenn alveg að missa sig yfir UFC.