1. bardagi Adrian vs. Danmörk
1. lota. 2-4 fyrir dananum. Adrian gerði árásirnar en daninn svaraði með stuttum, snöggum gagnárásum og hafði yfirhöndina eftir fyrstu lotu.
2. lota. Adrian náði góðum tökum á hraðanum í bardaganum og jafnaði metin, 4-4.
3. lota. Adrian náði nokkrum góðum gagnárásum í þriðju lotunni og daninn virtist missa sjálfstraustið og Adrian sigldi fram úr. Daninn var kominn með tvö heil mínusstig og sigur Adrian frekar öruggur.
2. bardagi, Adrian vs. Svíþjóð
1. lota Bardaginn byrjar illa fyrir Adrian, svíinn nær að svara vel og fær stig fyrir allt sem hann gerði en Adrian náði ekki að sannfæra dómarana og tapaði 1. lotu 3-6.
2. Svíinn hélt áfram að ná gagnárásum og sigldi fram úr. Adrian stóð sig vel en fékk ekki stigin fyrir það sem hann gerði. Bardaginn fór 4-11 og var stoppaður út af 7-stiga reglunni.
Daníel Jens vs. Noregur
1. lota. Daníel byrjar illa, andstæðingurinn nær strax inn nokkrum stigum, allt eftir gagnárásir. Norðmaðurinn nær að lesa Daníel strax í byrjun og sigldi fram úr honum, öll stig eftir að Daníel byrjaði árásir en fékk stutta snögga gagnárás til baka. 0-5 eftir fyrstu lotu.
2. Norðmaðurinn klárar bardagann á sama hátt og í I. lotu, 0-7 og Daníel var úr leik.
1. bardagi Sara vs. Danmörk
1. lota 3-1, Sara náði góðum gagnárásum og virtist vera frekar örugg.
2. 5-4 andstæðingurinn náði sér á strik. Sara leyfði henni að komast aftur inn í bardagann.
3. lota. Sara vaknar aftur, nær góðu sparki í höfuð og vankar andstæðinginn. Bardaginn endaði 10-6 fyrir Söru en hefði alveg getað farið mun betur og klárast fyrr.
2. bardagi Sara vs. Svíþjóð
1. lota. 2-1 Sara heldur uppteknum hætti og náði góðum gagnárásum.
2. lota. 3-3 Andstæðingurinn kemst aftur inn í bardagann.
3. lota. Sara nær að halda forskotinu með gagnárásum og var frekar örugg.
Gauti vs. Svíþjóð
1. lota. 2-1 Gauti náði forskotinu með gagnárásum og stuttum spörkum.
2. lota. Gauti eykur forskotið og virðist mjög öruggur.
3. lota. Í blálokin nær svíin að jafna 9-9 og Gauti fær aðvörun og með henni heilt mínusstig. Bardaginn fer því 8-9 fyrir svíanum. Virkilega góð frammistaða á móti sleipum andstæðing.
Helgi Flex vs. Svíþjóð
1. lota. 4-5 fyrir svíanum. Helgi nær ekki að stjórna bardaganum og andstæðingurinn nær stuttum gagnárásum.
2. lota. Helgi nær frábærum árásum og truflar svíann sem missir stjórnina á bardaganum og lotan endar 9-9.
3. lota Helgi Flex kominn með sjálfstraustið og klárar bardagann 12-10
Helgi Flex vs. Finland
1. lota. finninn byrjar með miklum krafti og nær fljótt góðri forystu. Helgi nær ekki að svara hraðanum í árásunum hjá finnanum, lotan endar 2-6 fyrir Finlandi.
2. lota. Helgi bætti sig mikið, nær inn axarsparki og hvirfilsparki og vankar andstæðinginn. Lotan enda 6-7 fyrir Finlandi.
3. lota. Helgi nær stjórn á bardaganum og sigrar að lokum 10-9, glæsilegur árángur hjá honum og hann kominn í úrslit á móti hinum íslendingnum í flokknum.
Björn vs. Noregur.
1. lota. Björn vinnur fyrstu lotuna létt 6-1.
2. lota. Björn ræður algerlega ferðinni og skoar með allskyns árásum, bardaginn fer 10-3, öruggur sigur.
Björn vs. Helgi Flex.
Í fyrsta sinn sem Íslendingar komast í hreinan úrslitabardaga á NM. Björn vinnur öruggt 9-2. Góður dagur fyrir báða íslensku keppendurna í -78kg flokknum.
Haukur vs. Svíþjóð.
1. lota 2-2, haukur fékk á sig stuttar einfaldar gagnárásir.
2. lota. Svínn heldur áfram að raða inn sturrum gagnárásum og tekur aðra lotu, 3-5.
3. lota. Svíinn raðar inn stuttu spörkunum og sigrar 7-12.
Sólrún vs. Danmörk.
1. lota. Daninn nær fullri stjórn alveg frá byrjun og endaði bardaginn 2-9 í fyrstu lotu.
Sigríður vs. Svíþjóð.
1. lota. 3-3 eftir fyrstu lotu. Sigríður náði góðum gagnárásum á andstæðinginn.
2. lota. Andstæðingurinn náði að stjórna bardaganum í lotunni og vann 8-12.
Anna vs. Danmörk.
1. lota. Anna stóð sig ágætlega en andstæðingurinn náði stjórn á bardaganum með stuttum gagnárásum 4-7 eftir fyrstu lotu.
2. lota. Daninn gefur í og nær að klára bardagann 6-12.
Rut vs. Svíþjóð
1. lota. Rut sein í gang og andstæðingurinn stjórnar frá byrjun 0-4 eftir fyrstu lotu.
2. lota. Svíinn heldur góðum tökum á hraðanum í bardaganum og sigrar 6-12.
Púmse keppendur stóðu sig ágætlega. Þau voru að fá hærri einkunnir en áður. Hulda komst í aðra umferð en Magnús og Sandra féllu úr keppni í byrjun.