Vá….hlutirnir gerast hratt í MMA heiminum þessa dagana.
Ég yfirleitt breiði ekki út óstaðfestan orðróm, en það er ýmislegt sem að gerir það að verkum að ég geri það núna:
1. Sá sem kom fyrst fram með þessa fullyrðingu er þekktur “insider” sem póstar á MMA.tv og er stjórnandi á bettormma.com, heimasíðu sem er í eigu Joey Odessa, eins þekktasta “oddsmaker” í bransanum og er með sambönd allstaðar.
2. Þessi póstari(Rob Rob Rob eða Bobsappfan) hefur “skúbbað” ýmislegt í gegnum tíðina í sambandi við MMA.
3. Heimasíðan fyrir UFC 67 var að detta inn á netið og þar í fyrsta skiptið notar UFC “footage” frá Pride af Mirko Crocop. Hingað til hafa þeir ekki fengið að gera það vegna höfundarréttar.
4. Joe Rogan póstaði fyrr í vikunni á mma.tv að HUGE fréttir yrðu tilkynntar á UFC all access í kvöld(s.s núna í morgunsárið) sem að hann daulangaði að segja öllum en mætti ekki því að þá myndi Dana White drepa hann….passar vel við þá kenningu að Pride(sem hefur verið tilbúið að selja fyrir rétt verð síðan í desember) hafi tekið kauptilboði UFC.
Ég er EKKI að segja að þetta sé allt klappað og klárt - bara að traustir heimildarmenn sem hafa skúbbað ýmislegt áður séu nú að segja að Zuffa hafi keypt Pride eins og það leggur sig af DSE fyrir sléttar 60 milljónir dollara.
Fyrir meiri upplýsingar: http://www.sherdog.net/forums/showthread.php?t=493202