MMA og BJJ reynir á líkamann á allt annan hátt. Þú getur kannski boxað 2 tíma á dag án þess að verða stirður eða þreyttur en samt algerlega sprungið eftir hálftíma af BJJ eða wrestling. Og það virkar líka á hinn veginn.
Þessvegna dáist ég svo mikið af MMA mönnum. Þeir verða að vera tilbúnir í allan pakkan og renna svo blint í sjóinn þegar að bardaganum kemur, vita ekkert hvar hann á eftir að fara mest fram.
Stirðleikinn ætti að hverfa á nokkrum vikum, mundu bara að teygja vel fyrir og eftir æfingar. Fáðu einhvern til þess að hjálpa þér með hálsinn, ég er viss um að það eru einhverjir Mjölnismenn sem luma á góðum háls teygjum.