bruce lee bjó ekki til neina bardagalist, hann tók það sem hann hafði lært héðan og þaðan og setti í “eina kennslubók”.sumar af hans kenningum voru beinlínis rangar sögulega en ætlaðar til þess að koma í veg fyrir meira kynþáttahatur.
Og þó hann segi frá hinum og þessum aðferðum til þess að berjast og tali um að við séum öll búin sömu vopnum (tvær hendur , tvær fætur o.s.fr.v.).
þá segir hann líka seinna að þar sem við séum öll ólik þá hlótum við að hafa okkar eigin bardagastíl
bruce lee var mannlegur eins og við hin og hann viðurkenndi mistök sín fyrir öllum þegar hann komst á efri ár, hans lokaboðskapur var við erum öll ólík, og hann boðaði ekki strangan bardagastíl
heldur meira hvernig hugarfar okkar ætti að vera til þess að ná okkar markmiðum (m.a. í bardagalistum).
nafnið jeet kune do er borið fram þannig á kantónsku en á mandarín hljómar það ji quan tao
þar sem ji mætti þýða sem intercepting eða að koma í veg fyrir, quan er hnefi (hefur mun dýprí merkingu í kína).og tao er ??jah vegurinn/leiðin/kenningin.
hans kenningar voru meira kennilínur og almenn skynsemi bardagalista eins og að þú skyldir reyna að kýla frá styðstu mögulegu fjarlægð til að minnka viðbragð andstæðings til varnar/gagnárásar.
Bruce lee var meiri kennari í heimspeki enn í bardagalistum, titillinn á einni bók hans hét The Art of Expressing the human Body.
Best að hætta fyrr en seinna , þetta er of víðfeðmt efni til þess að koma til skila í stuttu svari, en ef þú hefur áhuga á manninum og kenningunum þá hvet ég þig til að kynna þér þær.