(re-post af Mjölnisspjallinu )

Það er skammt stórra högga á milli í MMA bransanum í bandaríkjunum þessa dagana. Eftir að hafa fengið glimrandi góða umfjöllun í vinsælasta fréttaþætti í heimi, 60 Minutes hefur Zuffa LLC sent frá sér eftirfarandi tilkynningar:
Tekið af http://www.ufc.com/

Las Vegas, NV – A subsidiary of Zuffa, LLC, which owns the Ultimate Fighting Championship® brand, announced today that it acquired select assets from the World Fighting Alliance (WFA) organization. WFA Enterprises, LLC, a subsidiary of Zuffa, purchased select fighter contracts and the trademarks and other intellectual property of World Fighting Alliance, Inc., a corporation owned by Las Vegas attorneys, Ross Goodman and Louis Palazzo. The acquisition further solidifies Zuffa as the preeminent fight promoter in the world and infuses the organization with more of the world’s top MMA fighters.

yrir þá sem ekki vita eru kappar á borð við Heath Herring, Quinton “Rampage” Jackson, Ryoto Machida, Matt Lindland og Ivan Salaverry samningsbundnir WFA. Það má þá álykta að allavega einhverjir þeirra, ef ekki allir séu á leiðinni í UFC eftir áramót. Í rauninni er verið að leysa WFA upp, þeir keyptu ákveðin “assets” af þeim, s.s samninga keppendanna, lógó fyrirtækisins og þannig lagað, en ekki allt fyrirtækið, og geri ég ráð fyrir að það sem þeir borgi fyrir þetta fari beint upp í að gera upp skuldir WFA sem rambar víst á barmi gjaldþrots og þurfti að aflýsa síðasta cardinu hjá sér.

Ef þetta væru ekki nægilega stórar fréttir, þá bættist þessi bomba við líka, þó svo að hún hafi ekki verið staðfest enn:

Tekið af forsíðu www.mmaweekly.com

Both the Wrestling Observer and numerous independent MMAWeekly.com sources have confirmed that the Ultimate Fighting Championship has purchased, or is in the final stages of purchasing, World Extreme Cagefighting (WEC).

The Zuffa-owned WEC is expected to continue to hold shows under the WEC name and would use a UFC Octagon. Additionally, MMAWeekly has learned that WEC president Reed Harris and matchmaker Scott Adams are expected to remain with the company, and that the first WEC show to be produced under UFC ownership is an event tentatively planned for January 2007.

The Observer reports that the UFC is buying the WEC for many reasons, one of which is to serve as a venue in which to groom up-and-coming talent, and another is so that they can attempt to secure a high-profile national television deal for the WEC in a strategic maneuver to impede the chances of other MMA promotions (specifically the IFL or Pride) to secure a national TV deal in the United States.


WEC hefur ekki verið í eins miklu fjárhagslegu veseni og WFA, og hafa ágætis sjónvarpssamning við HDNet sjónvarpsstöðina sem sendir út í “high definition” í bandaríkjunum. WEC keppnirnar hafa verið dálítið svona “költ” í bandarísku MMA, og þeir sem hana reka verið merkilega lunknir við að spila vel úr því takmarkaða fjármagni sem þeir hafa yfir að ráða. Þeir hafa algerlega látið vera að reyna að blanda sér í baráttuna um “stóru nöfnin” í bransanum en í staðinn byggt upp orðspor fyrir að vera ein allra besta “feeder” deildin fyrir stærri nöfnin eins og t.d UFC. Einnig hafa þeir verið flinkir við að matcha saman minni spámönnum á þann hátt að úr hafa orðið sumir af mest spennandi bardögum sem um getur í MMA.

Munurinn á þessum tveimur kaupsamningum, ef báðir ganga eftir, er að Zuffa virðist ætla að halda áfram að reka WEC með sömu yfirmönnum og mynda einhverskonar gagnvirkt samband, þar sem WEC útvegar góða nýliða og þeir sem ekki eru alveg að gera sig á stóra sviðinu geta “droppað niður” í WEC án þess að verða lausamenn - það er ágætis lausn á vandamálum beggja fyrirtækja, WEC fær aðgang að því almannatengsla og auglýsinga batteríi sem UFC hefur byggt upp, og UFC fær að öllum líkindum forgangskauprétt á samningum sumum af mest spennandi nýliðum í MMA, nöfnum sem eru ekki stór í dag en lofa afar góðu á borð við Carlos Condit og “Razor” Rob McCullough.

Að lokum vil ég bara taka það fram að WFA samningurinn hefur verið staðfestur, en WEC samningurinn ekki. Hann hefur þó verið “skúbbaður” af fleiri en einum aðila í MMA fréttabransanum, MMAweekly og The Wrestling Observer sem eru báðir með tiltölulega góða heimildarmenn innan raða Zuffa.

Enn er óvíst hvort eitthvað sé til í því að Mirko “Cro-Cop” Filipovich og Alexander Emilianenko séu í raun og veru á leiðinni til UFC. Aftur á móti er tvennt sem er víst í þeim efnum:

1. Cro Cop viðurkenndi í viðtali við króatískt dagblað að hann hefði fengið tilboð frá bæði UFC og Pride(síðasti bardaginn á núverandi samningi hans er á gamlárskvöld), og að UFC hefði boðið tilfinnanlega hærra í dollurum talið. Aftur á móti snérist þetta ekki bara um peninga fyrir hann, hann vill ólmur nýta sér tækifærið sem honum býðst vegna sigur hans í open weight GP keppninni til þess að berjast aftur við Fedor Emilianenko.

Aftir á móti er alls ekki víst að Pride GETI komið þeim bardaga í kring eins fljótt og Mirko vill þar sem Fedor hefur lýst því yfir að héðan í frá skrifi hann einungis undir einn bardaga í einu, og sé þessvegna frjáls til þess að taka bardögum hvar og hvenær sem honum sýnist eftir því sem honum hentar best. Besti MMA bardagamaður í heimi er þarmeð orðinn “free agent”. Hann mun takast á við Mark Hunt á gamlárskvöld, og svo ef allt gengur að óskum þá mun hann slást snemma á árinu við Jeff Monson í St. Pétursborg undir fána BodogFight.

Ef Pride geta ekki tryggt titilskot má þessvegna sterklega búast við því að Mirko fari til UFC þar sem allt er að gerast, frá Pride þar sem ýmislegt virðist vera í ólestri.

2. Alexander Emilianenko er ósáttur við að vera pikkfastur í skugga bróður síns, og viðurkenndi Fedor það sjálfur í viðtali við Rússneska MMA síðu nýlega(þýðingu er hægt að finna á www.sherdog.net). Þeir bræður hafa ekki æft saman í sex mánuði og Alex er víst ólmur í að komast eitthvert þar sem hann hefur séns á því að verða stjarna sjálfur.

UFC virðist vera rökréttasti kosturinn, en Alex gæti átt erfitt með að fá atvinnuleyfi í bandaríkjunum vegna fangavistar sinnar sem unglingur, þó svo að hann hafi verið heiðarlegur borgari síðan. Hann er þessvegna í rauninni meira spurningamerki heldur en Cro-Cop.