Vitanlega; og stóð ekki annað til þó lítill tími hafi verið til ‘fullnægjandi’ útskýringa þegar ég skellti þessu inn…:
Málið er; að ákveðinn aðili hefur tekið sig til - með frekju og yfirgang - og farið að taka að sér ‘kennslu’ í nafni Bujinkan, ‘án reynslu, gráðu og/eða réttinda; þá sannarlega án míns samþykkis!!!’
…En þó á forsendum þeirra ‘samtaka’ er ég hef staðið að og reynt að koma skikkanlega á fót á Íslandi, en þá var tilgangurinn sá; að fólk kæmi sér saman og æfði eins ‘réttilega’ og ‘eðlilega’ og kostur væri á. Allir skyldu standa í léttri samvinnu, skemmta sér vel og huga jafnframt að því námsefni er ég kæmi reglulega til skila, fara eftir ‘lögmáli og reglugerðum’ Bujinkan í hvívetna og hjálpast að við að ná árangri þar til að kennsluhæfni/reynsla færu að segja til sín, gráðun kæmist á hærra stig osfv…
Þessi maður (Jorge, af spænskum uppruna) hefur brotið í bága við allt það sem ég hef gert og hugað að, verið með óhemju stæla og leiðindi (valdagræðgi, yfirgang og svindl), valsað um með svart Jiu Jitsu belti (!?!) í þykjustu Ninja-Shidoshi leik, en þó verst af öllu:
'Kennt' og þjálfað annaðhvort - og einungis - það sem hann taldi (af óstjórnlegum vitsmunum og ‘reynslu’) vera viðeigandi; þá gengið á mis við mikilvægar ‘grunn aðferðir’ og lagt áherslu á gjörsamlega ‘innihaldslausar og gagnslausar’ bullaðferðir sem hann lærði einhverstaðar á Spáni fyrir áratugum síðan eða hvað það nú var…
Þegar Jorge hinn spænski mætti fyrst á samkomu Grímnis (síðastliðinn september), gerði maður sér vitanlega ljóst fyrir; að hér var jafnvel nokkuð ‘undarlegur’ maður á ferð og þá reynt að vera bara brosmildur, sem þolinmóður, í þeirri trú að þetta myndi jafnvel ‘æfast’ úr honum og allt færi vel.
…En viti menn - og nú hef ég náð að fylgjast aðeins með þessu og reynt að jafna um, þar til að botninn sló úr tunnunni fyrir stuttu - en drengurinn sá hefur farið um í dónaskap (hringt og öskrað á fólk sem - einhverra hluta vegna - gat ekki mætt), fælt nýliða frá (með pyntingum og stælum), æft einungis eftir eigin höfði (til hvers að kenna stöður, veltur og hreyfingar ef ‘hann’ kann þetta alltsaman), ‘skáldað’ aðferðir og tækni (vitanlega, þar sem hann hefur aldrei æft og þar af leiðandi ‘ekkert lært’), og svo fleira væri talið…
Nú var það Jorge sem ‘reddaði’ æfingarhúsnæðinu í Gerplu og þá best að láta hann vera þar, gera sitt og vona að ekkert illt hljóti af, en ég vara hvern og einn við því að fara til hans; nema þá í þeim tilgangi að læra ‘spænskt’ Jiu Jitsu og gerast uppvíraðir, hræddir, stífir og stressaðir… Nákvæmlega eins og hann!!!
Áform Grímnis munu hinsvegar haldast við og standa á þeim herðum sem eru reiðubúnar - og þær eru nokkrar - til að ‘axla’ þá léttilegu ábyrgð er skildi fylgja framtíð Bujinkan á Íslandi. Spurning er hver verður fyrstur til að hljóta kennsluréttindi, en þau get ég einungis veit þeim er hafa hlotið næga reynslu og bíð spenntur að sjá hvernig það fer…
…En það kemur að því einn góðan veðurdag og þá ætti dæmið að geta farið að sópa all-hressilega um sig. Bara spurning um að halda þessu á hreyfingu og sýna kosti ‘Nin’ (alúð og þolinmæði), en það er svosem æfing á sinn hátt…
Ég biðst - enn og aftur - afsökunar á þessu og vona að ekkert illt hafi hlotist af… En fíflsháttur Jorge hefur ‘ekkert’ með Bujinkan að gera og/eða þær aðferðir er ég aðhyllist á einn eða annan hátt…
Kv,
D/N
Í dag æfir Nekron ekkert að ráði…
Þetta kemur mér alls ekki á óvart verð ég að segja.
Í rauninni er þetta í fullkomnu samræmi við það hegðunarmynstur sem virðist vera landlægt innan Bujinkan, og “dead-pattern” bardagalista yfirhöfuð. Og það er góð ástæða fyrir því sem hefur ekkert með Bujinkan sem slíkt að gera, og allt með mannlegt eðli að gera.
Matt Thornton útskýrði þetta fyrirbæri á fyrsta seminarinu sem hann hélt, enda þekkti hann það vel af eigin raun úr Jeet Kune Do heiminum, sem einnig þjáist af háu “kjaftæðishlutfalli”. Hann hafði mikið pælt í því hversvegna þetta gerðist og komst að tiltölulega einfaldri niðurstöðu.
Það er allt of auðvelt fyrir smákónga að stilla sér upp sem sérfræðingum og fá nemendur sína til að trúa því ef ekki er æft lifandi 100% af tímanum.
Það er ekki hægt að gera þetta í boxi. Er hægt að ímynda sér box “meistara” sem í raun kann ekki neitt? Nei. Hann myndi aldrei komast upp á þann stall til að byrja með ef hann kynni ekki að boxa. Þvi box er “performance-based”. Það liggur bara í eðli hlutanna. Strákarnir sem eru taldir mjög góðir í BJJ hjá Mjölni ERU það - það er ekki smuga að þeir geti blekkt neinn….því mælingin fer fram á mottunni, að glíma, og þá sést það undir eins hvort menn geta bjargað sér eða ekki.
Bujinkan er ekki “performance-based”(vantar góða þýðingu fyrir þennan frasa), og þessvegna opnast þessi möguleiki. Þeir sem vilja alla félagslegu bónusana (virðingu, athygli, o.s.frv) af því að vera taldir góðir í einhverju geta fengið það þar - því þeir þurfa aldrei að sanna það. Byrjandi getur ekki greint muninn milli loddara og þess sem kann eitthvað af því að þið sparrið aldrei.
Jafnvel einhver sem aldrei hefur glímt eða boxað getur þekkt í sundur góðan boxara slæman, eða góðan glímumann frá byrjanda með því að fylgjast með þeim sparra. Sá sem tapar, aftur og aftur getur ekki verið “meistarinn”.
Nekron minn, þú virðist vera hinn fínasti gaur og ég vil alls ekki móðga þig en -
Svo lengi sem þú þrjóskast við að stunda Bujinkan Budo Taijutsu, þá verður þetta LANDLÆGT vandamál hjá þér. Þessi gaur er bara sá fyrsti, þeir eiga eftir að verða fleiri.
Hann er rökrétt afleiðing þeirra kennsluaðferða sem ráða ríkjum í því kerfi sem þú stundar í dag.
0
Sæll aftur Freestyle,
…Ekkert mál og ég móðgast ekki mikið þegar vel og rétt er kveðið til (þó ‘mjög’ vinsamlega orðað hjá þér…:-), enda er þetta alveg satt sem þú segir - svona að megninu til - og einungis hægt að gerast þar sammála. Loddarar, vitleysingar og geðsjúklingar reyna oft að koma sér fyrir þar sem síst skyldi, enda fer nú fyrir þeim allstaðar (ekki bara í Bujinkan…;-)
…En þá verður bara að halda í það sem rétt er, fara varlega og halda ótrautt áfram. Ég myndi nú ekki aðhyllast Bujinkan - og þá reyna að koma því fyrir á landinu - ef ég vissi ekki betur, þ.e.a.s. hversu ‘gott mál’ þetta getur verið ef rétt er farið að…
Hvað varðar hugtökin sem þú nefnir (I.e. ‘dead pattern’ og ‘performance based’); þá tel ég þau ekki eiga við Bujinkan þjálfun eins og ég stunda hana og/eða hef lagt fram á Íslandi. Þó skil ég samanburðinn (þ.e.a.s. ástæðuna) og þykir mjög leitt að þetta skuli vera ríkjandi ‘álit’ MMA manna, sem - jafnvel - annarra á okkar aðferðum, en ég trúi því að tíminn muni nú leiða annað í ljós…
Þeir sem íhuga hugtakið ‘Banpen Fugyo’ (10.000 breytingar); ættu að geta ímyndað sér hvað hafa skyldi við þá er mismunandi aðferðir eru stundaðar… Og við förum sannarlega eftir - og fylgjumst með - ‘framferði/framfærslu’ (performance based???) hvers og eins. Ég tel einfaldlega muninn þann; að við förum öðruvísi að (þetta er ekki ‘keppnisíþrótt’) og notumst lítið við ríkjandi staðla, en horfum þá frekar á hegðun hvers og eins (oftast nær óhefta ‘líkamsbeitingu’ og annað slíkt sem þykir mikilvægt)…
Við spörrum/glímum reglulega á margvíslegan hátt og ekki bara eftir einu formi og/eða kenningu, en horfum vel í kringum okkur og reynum að læra af öðrum, sem og mynda (skilja) nýja möguleika að hverju sinni frekar en stunda ‘fullkomnar’ aðferðir sem eiga að virka… Þess vegna kalla ég þetta (þ.e.a.s. Budo Taijutsu) ‘Lifandi List!’
…Enda virtist það heilshugar álit Bujinkan manna á ‘Aliveness’ aðferðinni hans Hr. Thornton: ‘Að þetta væri hið besta mál, en af hverju að kippa sér við eitthvað sem ’við' höfum verið að æfa frá upphafi…' Það mætti segja að - eftir því sem mér skilst - að ‘Lifandi’ aðferðir séu mikið stundaðar innan Bujinkan þó svo að við forðumst að festa þær í ‘formi’; tja, svona samkvæmt því sem mér skilst (nú hef ég hvorki æft hjá Matt Thornton og/eða Mjölni…;-)
…En þetta má svosem ræða betur um við gott tækifæri og bíð ég þess spenntur, einn góðan veðurdag… Þangað til; þá verður reynt að hafa sem bestan haginn á og allt gert til að forðast allan ‘óhemju aulaskap’ í vanvita vonleysingjum sem reyna þá að hassla sér völl með svindli og svínarí…
Kv,
D/N
Í dag æfir Nekron ekki baun…
0
performance-based = frammistöðutengt? Árangurstengt?
Annars kemur þú beint að kjarna vandamálsins Freestyle, líkt og alltaf.
0