Það fá allir í TKD að sparra við hvort aðra þegar að því kemur, byrjar oftast í kringum gula beltið (tekur eins og hálft ár að ná því).
Munurinn liggur að sjálfsögðu í því að Judo er hægt að gera án þess að undirbúa líkamann eitthvað sérstaklega (alla vega til að byrja með, efast ekki um að þeir bestu séu í mjög góðri þjálfun og æfa sig sérstaklega fyrir júdó). Én í Tae Kwon Do, svo og í öðrum íþróttum sem nota spörk þarftu fyrst að læra að sparka rétt og öðlast liðleika. Það er bara vitleysa að láta fólk sparra strax á fyrstu æfingu í Tae Kwon Do því það má lítið kýla og aðalega sparkað, og nema að viðkomandi hafi verið að æfa annars staðar áður, þá kann hann ekketr að sparka og þarfnast því æfingar áður en hægt er að byrja að sparra við aðra.
Btw sparra = Sparring = berjast á móti andstæðing.