Fyrir stuttu var eg að fylgjast með slíkri æfingu og sá að þegar þeir voru að sparra öskruðu þeir mjög mikið.
Getur einhver sagt mer afhverju ?
Það er nú orðið nokkuð þreytt hvað sumir hérna sem eru í MMA eru fáfróðir um aðrar bardagaíþróttir. Ég var sjálfur á þessari umræddu tae kwon do æfingu og okkur TKD fólkinu fannst nú alveg jafn fyndið að sjá einhverja bleika búninga, sjá suma gaura með bumbuna út í loftið, aðra meiða sig eithvað liggja og stappa í gólfið með látum.Þessi orð þín dæma sig nú sjálf. Fullt af MMA fólki Mjölnis, þ.á.m. Jón Viðar, eru margfaldir Íslandsmeistarar í hefðbundum bardagalistum og vita vel hvað þeir eru að tala um. Þetta svo kallaða kya öskur hefur ekkert með það að gera sem hér er verið að tala um. Ég var ekki á þessari æfingu en veit afar vel hvað verið er að tala um og þetta er auðvitað ekkert bundið við TKD. Það virðist einfaldlega stundum vera aðalatriðið hjá sumum að öskra sem hæst án þess að verið sé að beita öskrinu (önduninni) á réttan hátt. Fyndið að þessi alþekkta staðreynd sem menn eru að benda hér á skuli fara svona fyrir brjóstið á þér. Og þú stígur í drullupollinn eins og blindur kettlingur. Ferð að tala um bleika búninga og bumbur sem sýnir að fyrir þér er það útlitið ekki innihaldið, þekkingin og getan sem skiptir máli. Ég get nú ekki betur séð að betur en að einn helsti sensei TKD á Íslandi sé ágætlega í holdum ef út í það er farið. Þó bíturðu endanlega hausinn af skömminni þegar þú gerir grín að því að maður fari úr axlarliðnum, maður sem búinn er að eiga lengi í axlarmeiðslum og sér fram á að vera lengi frá keppni og æfingum vegna þessa og þurfa jafnvel að fara í einn uppskurðinn enn.
Út af hverju öskra kraftlyftingarmenn? er það ekkert fyndið?…
A er skrýtið fyrir B, B er skrýtið Fyrir C og C er skrýtið fyrir A, þannig er það bara.
Og ef þið prófið að keppa í stand up fighting það sem má bara sparka skiljið þið kannski hvað Kíap(öskur) gerir fyrir úthaldið í bardaga og sjálfstraust og yfirleitt er það maðurinn sem er með meira sjálfstraust sem að vinnur bardagann.