Hérna er besta glíma mótsins, Thai box meistarinn Ingþór sem æft hefur með Brandon Vera og fleiri stórnöfnum á móti Mjölnis kvikindinu Gunna Nelson. Frábær glíma og mjög spennandi!
Ingþór er fáránlega góður að glíma. Málið er bara að Gunni er fáránlega góður líka. Það var mjög gaman að horfa á glímurnar þeirra. Þeir glímdu tvisvar á mótinu og Gunni hafði þetta í bæði skiptin.
Ingþór er mjög sterkur, en Gunni er einfaldlega sterkari! Þeir glímdu tvisvar á mótinu og Gunni tók hann eins og þú sérð í fyrra skiptið í videoinu. En seinni glímuna vann Gunni 12-0 og það segir sitt ;) Auk þess er Gunni 74kg en Ingþór 88.
Þú myndir fljótlega finna knýjandi innri þörf fyrir að klappa lófanum ótt og títt annaðhvort í Gunna eða í gólfið. Þetta virðist af einhverjum orsökum fylgja þeim sem Gunni glímir við.
Þetta var mjög skemmtileg glíma og Ingþór er frábær figther og auk afar viðkunnalegur náungi. Stóð sig frábærlega á þessu móti og mikil fengur á fá svona góðan keppninsmann á mót eins og þetta. Ég er viss um að samstarf hans og Mjölnis á eftir að vera gott og farsælt í framtíðnni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..