Úps… Þar kom aðeins á (nema ég fari með vitleysu, sem hefur nú gerst áður…:-)
…En Hr. St. Pierre virðist vera með kennararéttindi í Systema og leggur einnig stund á ketilbjöllu þjálfun (sem ætti nú að leggjast nokkuð betur í ykkur); sjá: www.hour.ca/news/news.aspx?iIDArticle=8504
Svo getið þið nú bara gúgglað nafnið hans ásamt Systema og lesið ykkur til. Ég hef séð þetta á nokkrum stöðum - ásamt spjallsíðum - en á bágt með að leita lengra og grafa þetta alltsaman upp enn á ný. Mér finnst þó gaman að sjá - og þekkja - margt í aðferðum Hr. St. Pierre og býst við að hann eigi eftir að ná langt, þá sérstaklega þar sem hann virðist notast við þær aðferðir sem síst skildi búast við, enda ekki mikið um opinbera Systema/Byujinkan þjálfun innan MMA enn sem komið er; þó svo ég búist nú við breytingum þar á palli…
Annars tel ég kominn tíma á að þið opnið augun fyrir þessu og athugið að Systema (ólíkt; þó ekki ósvipað Bujinkan) leggur áherslu á aðferðir umfram tækni. Þ.e.a.s. hver og einn heldur sínu og lærir þá betri aðferðir til framfærslu. Td. var ég að kenna í gær og sparraði mikið við unga, kröftuga og - þó nokkuð - reynda stráka, en allir urðu þeir þreyttir á meðan ég gat haldið áfram ótrauður… Einnig kom vel á þá þegar höggin bárust ‘alltaf’ óséð (ég verð nú að segja að ég kom sjálfum mér nokkuð á óvart hér…;-), en þetta gekk mjög vel fyrir sig og allir höfðu gaman af; ekkert bull og ekkert vesen, ólíkt þeim draugasögum sem þið hafið heyrt svo mikið af…
Svipað má segja um Bujinkan og hvernig farið er að hlutunum: Td. varð mikið um þegar Gracie Jiu Jitsu gerði vart við sig á sínum tíma og - ólíkt flest öðrum Bardagalistum/íþróttum - aðlöguðu Bujinkan menn sig að og fóru meira inn á svið gólfglímu, enda nota ég ekki orðið ‘Lifandi list’ um Ninjutsu að ósönnu…
…En það þýðir ekki endilega að þetta sé betra enn hvað annað, bara rétt svo; enn ein skánin í skítahaugnum, en það ætti ekki að saka að hugsa sinn gang og gefa þessu séns…
Haldið opnum - þó ‘skeptískum’ - hugsanahætti og dæmið ekki hiklaust að óreyndu; ég mæli með því þangað til annað kemur í ljós (sem er vel líklegt…:-)
Kv,
D/N