BJJ mótið tókst með eindæmum vel. Þáttaka var góð og gekk mótið snuðrulaust fyrir sig. Keppt var í fjórum flokkum karla og einum flokki kvenna. Gunnar Nelson sigraði bæði í -88 kg flokki og opnum flokki. Auður Olga Skúladóttir vann opin flokk kvenna og gerði sér síðan lítið fyrir og keppti líka í opnum flokk karla. Karlarnir tóku henni fagnandi og hún stóð sig vel. Gestakeppendur voru á mótinu, bæði frá Júdófélagi Reykjavíkur og Júdófélagi Akureyrar.

Annars voru úrslit sem hér segir:

Opin flokkur karla
1. Gunnar Nelson (Mjölni)
2. Ingþór Örn Valdimarsson(JA)
3. Jón Viðar Arnþórsson (Mjölni)

99+ kg
1. Gunnar Páll Helgason (JR)
2. Pétur Marel (Mjölni)

-99 kg
1. Jón Viðar Arnþórsson (Mjölni)
2. Atli Guðmundsson (Mjölni)
3. Kári Ragnarsson (Mjölni)

-88 kg
1. Gunnar Nelson (Mjölni)
2. Viðar Guðjohnsen (JR)
3. Ingþór Örn Valdimarsson(JA)

-77 kg
1. Sighvatur Helgason (Mjölni)
2. Haraldur Sigfússon (Mjölni)
3. Daníel Pétur Axelsson (Mjölni)

Opinn flokkur kvenna
1. Auður Olga Skúladóttir (Mjölni)
2. Sólveig Sigurðardóttir (Mjölni)

Dómarar á mótinu voru Daníel Örn, Arnar Freyr og Bjarni B. Starfsmenn voru Árni Þór og Haraldur Nelson.

Bætt við 25. nóvember 2006 - 19:36
Sjá nánar á vefsetri Mjölnis, www.mjolnir.is