Blessaður og sæll,
Nunchaku teljast til ‘vopna’ - per say - frekar en æfingatóla (viðardálka, Bokken, viðarspjót etc…), enda eru þær bannaðar hér í Hollandi; sem og Shuriken, kasthnífar og fleira sem telst til ‘skyndivopna’ (ef það mætti notast við það hugtak…)
…En Nunchaku er ‘ekki’ notað í Ninjutsu (mæli þá frekar með Kusarigama), þó svo að við getum svosem gripið í þær eins og flest hvað annað, en þær eru frekast taldar gagnslausar og bestar til síns upphaflega brúks sem ‘hrísgrjónabryðjarar og þreskiáhöld’…
Annars er ég að gera mig tilbúinn til atlögu með mitt mál (lögleiðingu æfingatóla) og mun reyna að þjóna íslenskum bardagalista/íþróttamönnum með því að koma þessum tækjum inn í landið; tja, ef ég næ athygli Ríkislögreglustjóra á góðum degi…:-)
Kv,
D/N