ECW deildin er löngu liðin undir lok, rann inn í WWE í kringum 2000 ef ég man rétt. ECW var talin jafnvel af andstæðingum prowrestling “betri” show heldur en flest annað sem er í gangi í bransanum í dag.
WWE er alger brandari, formatið er orðið svo þreitt og margtuggið og þeir endurvinna bara sömu 4 plottin aftur og aftur. Gaurarnir reyna ekki einu sinni að gera flotta og akróbatíska hluti, heldur snýst þetta bara allt um shock value, neðanbeltishúmor og hálfgerðan svona Jackass fílíng þar sem menn eru lamdir með stólum og plönkum og einhverju rugli.
TNA aftur á móti er að koma sterkt in þessa dagana, ef þú hefur einhvern “metnað”(vá, skrítið orð til að nota um prowrestling) þá myndi ég kíkja á það miklu frekar. Sá eitt TNA show um daginn og það var eitthvað sem ég kunni að meta, þó ég gefi ekki mikið fyrir “sportið” sem slíkt. Óheyrilega flóknar og vel kóreografaðar hreyfifléttur, kannski fjórir gaurar á nonstop þeytingi um hringinn og stökkvandi af reipunum. Enda stendur TNA fyrir Total Non-stop Action.