Blessaður Jón Gunnar (takk kærlega fyrir skemmtilega spurningu, enda hlýturðu hér gott - ‘of langt’ - svar eins og búast má við…:-),
Íslenskir Bujinkan menn sem eru að æfa og spreyta sig aðeins - svona sem stendur - eru einmitt þeir sem hafa þá látið sjá sig á þeim ‘þremur’ æfingasamkomum Grímnis er ég hef staðið að hingað til (sú síðasta í lok undanfarins septembermánaðar), enda vonast ég til að sjá þá aftur - og athuga framför þeirra - þá er ég kem í febrúar. Þetta eru góðir - dugandi - strákar sem eru haldnir forvitni og áhuga, enda skemmtum við okkur vel síðast, en ég býst við að margir hverjir telji sig - því miður - ófæra um gildar æfingar á meðan ég er frá; sem er hinn mesti misskilningur! Vitanlega vantar margt uppá, þ.á.m. góða leiðsögn og stöðugt eftirlit með upplýsingaflæði; sem ég vildi geta veitt betur, en það þarf bara þolinmæðina við og þá kemur þetta rólega hjá þeim. Bróðir minn er þarna líka og heldur beinu sambandi, en hann hefur kynnst Budo Taijutsu nokkuð og veit þá hvernig skyldi best farið að, enda tel ég hann ágætlega færan til að sjá um þetta ævintýri og halda utan um málin (svona þegar hann nær að slíta sig frá vinnu og mæta á æfingar…;-). Vonin er að hann nái að láta sjá sig hér um jólin svo að ég geti einbeitt mér að því að koma honum almennilega að efninu og svo höfum við sett stefnuna á Japan næsta vor, en þá verða honum allir vegir færir…
…En þetta verður að fá að þróast á sinn hátt og reyndi ég að koma fólki til að stíga hin réttu spor, en flækjast ekki í einhverju rugli og draugasögum sem hafa ekkert með Bujinkan að gera. Allir mínir nemendur hafa nú verið gráðaðir á 9 eða 8 Kyu (grænt belti), en þeir sem virkilega sýndu sig áttu það einmitt skilið að vera betur græddir (td. einn sem lét gott högg vaða í mig, en gjörði svo án þess að flækjast í stífri hörku og/eða fyrirsjáanlegum undirbúning, enda var höggið vel þungt og gott, án ‘sýnilegs’ krafts… Bujinkan/Systema þjálfun reddaði þó málunum og kom Nekron undan alvarlegu magasári…:-).
…Svo eru aðrir sem gerst hafa alætur á allt Bujinkan efni, æfa reglulega og endalaust bryðja á upplýsingum sér til vaxtar/þroska (og vilja svo bara meira), en ég sé ekki annað en að þeir eigi eftir að ná mjög langt og koma sjálfum sér verulega á óvart, enda er það kosturinn við Ninjutsu þjálfun; hversu fólk tekur stökkum og kynnist sjálfu sér ásamt óséðum - nýjum - möguleikum. Þessir drengir vita svo að þeir eru velkomnir hingað út; að æfa og læra með mér og mínum kennara um stundarsakir (ég er vitanlega jafn ‘upptekinn’ og aðrir, en maður hliðrar þá til svona tímabundið), en hér eiga menn í hús að venda og ekkert því til fyrirstöðu… Allir velkomnir!!!
Við sjáum svo hvernig fer, en mér sýnist þó allt á góðri leið þó svo - vitanlega - verði nóg að greiða úr og leiðrétta þegar ég kem næst, en þar sem fólk hefur verið meðtækilegt hingað til; þá ætti ekkert að reynast of örðugt og gott Bujinkan gaman geta haldist ótrautt og gangandi á eigin vísu, í réttum og gefandi anda. Ég vona svo að fólk eigi eftir að athuga málin og kynna sér hvernig þetta er, en gera sér þó jafnframt grein fyrir því að þetta er enn á byrjunarstigi og margt eftir ógert/ólært hjá mínum mönnum, en svona til að ‘formfesta’ það andrúmsloft er ég hef verið að koma á; þá vísa ég á eftirfarandi:
(a). Engar kvaðir: Hér æfir hver og einn eftir eigin höfði og getu, en allir hjálpast þó að til að ná árangri og forðast ‘yfirburði’ og ‘stæla’. (Fólk ætti að geta unnið saman og skemmt sér á vinsamlegan hátt, prófað sig áfram og miðlað ‘réttum’ upplýsingum, aðferðum og athugasemdum/kenningum…)
( b). Engar hefðir: Hér er engin öðrum æðri og skyldi ekki ákalla einn yfir aðra, eða fara/festast í einhverskonar stjórnsemisvitleysu. (Farið er með smávægilega bæn í upphafi/enda æfinga og er það látið duga…)
©. Ekkert vesen: Engar óþarfa hreyfingar og/eða aðferðir sem valda einungis stirðleika og heftingu. Vitanlega skyldi prófa allt og leysa hvaða þrautir sem að berast, en ég hef lagt mitt af mörkunum og fólk ætti að geta aðskilið ‘gott’ frá ‘illu’. (Annars má alltaf bera fram spurningar og hljóta svör sé svo óskað)…
(d). Engin vandræði: Fólk skyldi vera vinsamlegt og iðka Ninjutsu samkvæmt því skipulagi er ég hef reynt að koma á. Þ.e.a.s. Læra gott Taijutsu, forðast vitleysu og bæta sig stöðugt á eigin máta (Nú mun ég fljótlega leggja fram námsefni sem tekur fram ‘nákvæmlega’ það sem telst til Bujinkan þjálfunar)…
(e) Ekkert rugl: Halda skyldi við 5 ákvæði Bujinkan og forðast alla aðra speki, nema þá vegna forvitni og persónulegs áhuga. (Ef fólk vill fara út í dulspeki, hjátrú og/eða Búddisma; þá er það bara gott mál, en svo skyldi ekki lagt fram sem skyldu eða ákvæði fyrir aðra nemendur)…
Þetta útskýrir - svona að einhverju leyti - hvernig ég óska að málin gangi fyrir, en vitanlega má búast við því að eitthvað fari öðruvísi af og til… Enda gerist maður til þess búinn að veita alla þá aðstoð sem möguleg er, en ég er spenntur að heyra frá þeim sem mæta og hafa eitthvað til málanna að leggja.
Kv,
D/N