Heh heh… Það fer ekki margt framhjá þér Hr. Freestyle og takk fyrir hrósið!-) Gaman að þú skulir hafa kynnt þer myndlistina og verður þér vitanlega boðið næst þegar ég ólátast á skerinu (gjörningur og/eða sýning)…
…En ‘Paintball áskorunin’ er svona gömul hugmynd sem festist ívið meira eftir að ég hlaut ‘góð ráð’ náttúrubarnsins (The Natural) hér á dögunum og ætla ég að sjá hversu mögulegt þetta er: Þ.e.a.s. að prófa sig gegn byssuglöðum litgunnuköppum á Íslandi.
Vitanlega verðum við skotnir í tætlur, en það má þá læra af því og bæta stílinn, en ‘planið’ er að stríða með sérsmíðuð H2H ‘safe’ alvæpni (sverð, stjörnur, hnífa etc…) gegn ‘óvinum’ vopnuðum litaskotfærum á sem raunhæfastan, þó ‘vinsamlegastan’ (öruggastan) hátt…
Þetta verður - ef mögulegt - hið mesta fjör og ástæða til að gerast nokkuð ‘fetish’ á ninjastílnum (hver man ekki eftir ‘Snake Eyes’ úr Gi-Joe!!!) og leika sér aðeins…
Þetta er þó bara rétt í hugmyndaferlinu, en ef einhver hefur áhuga á að vera með (ninja eða kommandó???); látið þá vita… En mér sýnist á ‘base’ upplýsingum að þetta gæti kostað um 5000 kall á kjaft (3 tímar ásamt merkibyssu, grímu og skotfærum)…
Vitanlega - og samkvæmt hugmynd - yrði þá spez ‘undirbúningsæfing’ fyrir settan tíma og farið yfir Taihenjutsu aðferðir og annað sem hentar, en við sjáum hvernig þetta mun fara og hvernig litaskjóturum, sem og nemendum mínum - líst á þetta athæfi… En mér segir svo hugur að spennan yrði mikil og margt gæti komið skemmtilega á óvart:-)
Kv,
D/N