Sæll og blessaður Freestyle,
Gaman að sjá hversu víðlesinn þú ert, enda margt til sanns í því sem þú hefur fært fram. Þó vildi ég bæta við að nefnið ‘Shinobi’ er oftast tileinkað ‘lægri’ stétt ninjunnar og/eða þeim er stunduðu myrkraverk huldu höfði (eins og þú bentir nokkurnveginn á…). Viet Cong skæruliða samanburðurinn er þó ekki fjarri lagi þar sem ninjur sérhæfðu sig einnig í skemmdarverkum og öðru slíku er höfðaði ekki beinlínis til hinna höfðinglegu og heiðvirðu Samuræja…
…En atburðurinn sem þú - líklegast - vitnar í, þ.e.a.s. umsátur og gereyðing Maryama kastala árið 1579 (sem er nokkuð dæmigerður fyrir hin ýmsu stórvirki síns tíma), var unnin af Iga og Koga ninjum í góðu fylgi samuræja. Það skemmtilega við þetta sögulega atvik; var einmitt hversu dulbúnar ninjur lögðu á njósnir og störfuðu m.a. við undirbúning og byggingu kastalans. Vitneskja þessara njósnara reyndist vel við hendi þá er árásin hófst, en þetta atvik átti sér þó mun alvarlegri afleiðingar fyrir íbúa Iga héraðs sem þoldu nær gereyðingu af völdum Oda Nobuo árið 1581… Semsagt endalok ninjunnar sem illþolanlegrar lágstéttar innan japanska keisaraveldisins.
…En hvað varðar ‘dulspeki’ og undarleg öfl ninjunnar; þá notuðust fyrrnefndir mikið við svoleiðis kukl þar sem hjátrú fólks gerði svoleiðis skrípalæti vel síns virði. Ef ninja gat komið af stað þeim orðrómi að hann væri eldspúandi, þrífættur krákufjandi sem dansaði á skýjum og allt hvað eina; þá einfaldaði það leikinn og myndaði oft kostulega möguleika undir óttasamri hulu hins óskiljanlega, þ.e.a.s. fólk flúði frekar heldur en að kljást við viðkomandi ‘púka’.
Hvað varðar sögulegt gildi atburða og annars slíks, þá er meginþorri japanskrar sögu nokkuð tvíræður; en frekari heimildir má fá úr eftirfarandi bókum sem einblína á sögu og aðferðir Iga ninjunnar…:
Ninpiden (1653 - Hattori Hanzo Yasukiyo)
Shoninki (1681 - Fujibayashi Masatake)
Bansenshukai (1676 - Fujibayashi Yasutake)
Eftir því sem ég best veit; þá eru ofanverðar bækur nokkuð öruggar sem heimildir og teljast ekki til hetjusagna né afþreyingabókmennta…
Að lokum vildi ég einnig taka undir það sem þú leggur fram varðandi notkun svartra grjónagalla (Gi) og er það algert nýræði þar sem ninjur voru helst klæddar brúnu eða gráu þá er þær laumuðust um. Við Ninjutsu iðkendur erum bara svo ósköpin öll hrifnir af því að klæðast svörtu og þykjast illúðlegir…:-)
…En það er hin besta skemmtun að taka aðeins í árina með þér þar sem þú ert greinilega óhræddur við að afla þér upplýsinga og vonast ég til að ræða við þig málin einn góðan veðurdag; tja, jafnvel æfa eitthvað saman ef svo ber við…
Kv,
D/N