Hvet alla endilega til að skoða
http://php.internet.is/levy/dojangpequenos/?p=28 Levy er strákur sem var að æfa Taekwondo hjá okkur í Fjölni og ákvað að fara út til Mexíkó í 2ár áður en færi í háskóla til þess að vinna með munaðarlausum börnum. Hann stofanði Taekwondo skóla úti og Master Sigursteinn og Levy héldu fyrsta beltaprófið núna fyrir stuttu allir krakkarnir stóðust og fengu viðurkenningarskjal, belti og nýjan galla. Allir krakkarnir eru rosa áhugasöm og mjög erfitt fyrir þau að vera svona ung á munaðarleysinga hæli.
En þetta er stórfengleg sjón að sjá þetta gerast. Og hægt er að styðja þetta góða málefni með því að koma til okkar í Egilshöll og kaupa bol á 1500kr sem rennur óskert til barnanna í galla kaup og þess háttar… eða þá að leggja inn á reikning hja honum sem ég man ekki í augnablikinu en get komið með síðar ef áhugi er.
Líka er hægt að fara neðst á síðuna og borga með paypal þetta er gott málefni svo allir endilega styrkja þennan unga mann í þessari ferð sinni.