Sæll Freestyle… Best að ég bíti örlítið á agnið…:-)
Bujinkan mafían er miður góður raunveruleiki og hef ég kynnst því nokkuð nánar, td: Einn ákveðinn fjörbelgur var fljótur á sér að ‘heimta’ fram hvaða ‘Rank’ ég væri þegar ég hafði samband við hann…!!!??? Mér datt þá helst í hug hvort ég ætti að ‘salúta’ honum líka og fara í röð… Ég og mínir hlógum mikið, enda svona valdasýki eingöngu til athlægis…
…En svo fór á endanum að viðkomandi komst að því hvaða ‘Gráðu’ ég var með og hef ég ekki heyrt í honum síðan!!!
Það góða við fjölskyldustemningu Bujinkan; er þá helst hversu fólk stendur saman og iðkar sitt í sátt og samlyndi, enda ber mikið á því að maður sé nokkuð velkominn í flestum húsum…
Það slæma - í anda ofanverðrar sögu - er hversu lítilfjörlegir vitleysingjar vaða um í lauskenndu skipulagi Bujinkan og koma undir sig trúverðum grjónapungum sér til upphafningar, halda svo fólki fáfróðu og í klemmu. Td. ráða þeir hverjir fara hvert og hversu langt þeir komast, þá helst ekki lengra en þeir sjálfir þar sem gráður og völd ganga út í eitt. Hærri Dan gráða þýðir meiri stjórn og framgangur, en hefur ekkert með hæfni að gera… (það eru til nokkur dæmi um hversu Soke Hatsumi hefur þurft að stíga inn og slíta svona rugli).
Það má þekkja þessa vitleysingja á því hversu þeir halda fólki frá Japan og kennurunum þar, enda kemur fljótt á daginn hversu raðirnar þynnast út þegar fólk kynnist japönskum aðferðum og skipulagi; þ.e.a.s. sér hversu er í raun farið og allt getur gengið á frjálsum og persónulegum forsendum.
Annað gott dæmi (og þá til viðvörunar): Er hinn stórkostlegi Ninjaklúbbur ‘Iga Warriors’ hér í Hollandi. Hér er góðu fólki haldið niðri, undir aga (sem er þvert á móti lögum Bujinkan) og í algerri fáfræði. Fádæma vitleysa og stórhættulegar aðferðir sem virka eingöngu til sjálfseyðingar (nú rotaði einn vinur minn þjálfara hjá þeim eftir smá rifrildi…:-). Þegar minnst er á að hverjum og einum sé ‘frjálst’ að fara til Japan og æfa með Hatsumi; þá tapa þessi grey kjálkunum og trúa sögumanni nokkuð tæplega. Það er, jú, búið að ljúga þá fulla og tala um hversu einungis hinir fáu útvöldu (eftir svo og svo tíu ára+ þjálfun) fá að fara með meistaranum til Japan og máski lúta guðunum þar…
Það eru alltaf einhverjir vitleysingjar til staðar sem þurfa eingöngu að valda leiðindum og slæmu orði… Kannski þess vegna sem ég hef haldið mig frá þessu öllu saman, en við hérna erum engan veginn undir stjórn og hef ég passað mig á því…
…En ég gerist þá heldur hræsnari og tel mig til betri hliðar Bujinkan þar sem ég einblíni heldur á skemmtilega og gefandi þjálfun þar sem fólk getur fengið að bæta sig á eigin vísu og eftir þótta… Engir stælar, auðtrú (gott að efast) og/eða festa; enda skilst mér að þetta hafi gengið nokkuð vel í liðið hingað til…
…En við sjáum hvernig það fer og ef einhver talar um röð, sæti og skipan, ákvæði og reglur í Bujinkan á Íslandi; þá er það ekki frá mér komið… Ég vil bara að fólk æfi og hafi gaman af þar sem Taijutsu er frábært og gefandi athæfi í alla staði, þó eingöngu ef fólk gefur sig og sleppir ‘tefjandi’ klíkuskap og þvælu!
Kv,
D/N