Já hann meinar á liggjandi mann….NSAC tók ekki í mál að leyfa þeim hluti sem UFC er bannað að nota í Nevada…
Pride notar sömu reglur og IFL í bandaríkjunum(hvorki hné né olnbogar í jörðinni), og 3x5 mínútna lotur í staðinn fyrir 1x10 og 2x5.
Og ég er ekki búinn að horfa á Real Deal en úrslitin komu mér engann veginn á óvart. Þetta show virðist hafa verið svona mixed success, það voru allskonar vandamál með kapalkerfin í bandaríkjunum, margir sem gátu ekki pantað PPV'ið, og sumum var sagt að showinu hefði verið aflýst! Hm….UFC sabotage? *cue spooky music*
En menn fengu allavega sinn skammt af rothöggum, subs og svoleiðis. Svo setti Phil Baroni víst nýtt heimsmet í að grípa oft í hreðjarnar á sér þegar hann gekk í hringinn.
Ég er samt alveg handviss að DSE tapaði stórfé á þessu showi, þeir eyddu hrikalega miklum peningum í kynningar og sviðsmynd o.fl….miklu hærri production values heldur en UFC. Kannksi það sé góð fjárfesting, kannski ekki.
En allir þessir mis-matches, WWE andrúmsloftið í kringum showið og svo náttúrulega boxbardaginn hans Butterbean við þekktan Pro-Wrestler(Sean O´Haire) voru ekki að gera neitt til þess að fá sponsora til að viðurkenna Pride sem “íþrótt” á sama hátt og UFC er núna viðurkennt sem íþrótt.
Þar eru nefnilega stóru peningarnir. þangað til í nýlega var allt sjónvarpsefni UFC skilgreint í auglýsingabransanum sem “sports-entertainment”, og margir sponsorar hafa það fyrir reglu að sponsa ekki svoleiðis.
Svo var því breytt í fyrra eða hittifyrra og þá fóru menn að taka betur í að styrkja þetta. Margir bílaframleiðendur t.d auglýsa bara alls, alls ekki hjá WWE sama hvað áhorfið þeirra er mikið(og það er mikið!!!), af því að þeir vilja ekki tengja vöruna sína við eitthvað sem þeir telja vera of plebbalegt.
UFC er búið að ná að rífa sig upp úr þeirri skynjun, en ég held að Pride séu ekki tilbúnir að gera það sem þeir þurfa að gera til þess að verða teknir alvarlega í BNA. Þeir þyrftu eiginlega að hætta að vera Pride :D