Capoeira í dag er mestmegnis stundað sem félagslíf, ekki bardagalist í Brazilíu. Langflestir sem stunda það fara til þess að hreyfa sig, dansa hlæja og skemmta sér.
Ég fíla Capoeira og hef aðeins fengið smá kennslu í grunn-hreyfingunum frá félaga mínum sem æfði þetta úti í Paraguay sem skiptinemi, og ég get alveg vottað fyrir það að Capoeira er HELLA erfitt.
Svo er þetta eina bardagalistin sem ég veit um þar sem þú þarft að læra á hljóðfæri! Það eitt er vel reynslunnar virði.
Einhver hópur var að æfa Capoeira í Kramarhúsinu fyrir nokkrum árum, veit ekki hvort það er ennþá í gangi.
EN eins og venjulega, hafðu það í hufa að Capoeira er ekki beinlínis sjálfsvarnarlist, meira svona upp á fönnið. En endilega prufaðu það, bara tónlistin og danshæfileikarnir eiga eftir að gera það þess virði.