Ef ég yrði að velja eitthvað eitt myndi ég segja BJJ. En málið er ekki svo einfalt og það sem menn hafa bent hér á er allt góðra gjalda vert. Sambland af hlutum eins og BJJ, Wrestling, MT, hnefaleikum o.fl.
Í stuttu máli má segja að MMA verði að byggja á góðum grunni þriggja bardagalistaforma:
1. Standandi frjálsri viðureign (t.d. hnefaleikum, Muay Thai, karate og kickboxi),
2. Standandi glímu (t.d. júdó, wrestling, Sambo og grísk rómverskri glímu)
3. Gólfglímu (fyrst og fremst BJJ, en einnig koma ýmsar ofangreindra inn með þetta).