Mér sýnist þessi þráður vera bara svona eins og þræðir eiga að vera. Þ.e. ekkert sett í titilinn og auðvitað fara menn ekki inn á svona þráð sem vilja ekki vita úrslitin. Keppnin er búin og eðlilegt að menn vilji ræða hana. En það er sjálfsögð kurteisi að setja ekki úrslitin í titilinn og það var heldur ekki gert hér. Þannig að ég sé ekkert að þessu. Sjálfur fór ég ekki inn á þennan þráð fyrr en í kvöld þegar ég var búinn að sjá keppnina.