Ég trú því ekki að þú ætlir aftur að fara tala um þetta. Þú þarft ekki að hafa mikið vit á bardagaíþróttum til þess að sjá að Jimmy er eins lélegur kennari og hann er. Ertu að segja mér að hann sé góður kennari? svaraðu hreint út!
Ég hef aldrei keppt í kickbox eða muay thai. En ég hef æft með Árna heilmikið og einnig aðeins með Ingþóri og Viggó. Ingþór hætti í PI fyrir þó nokkru síðan og þú ættir að vita hver ástæðan var. Árni er hættur hjá Jimmy og æfir hjá SBGi, (BJJ og MMA-samtökin sem Mjölnir er undir) og þegar Árni er á landinu og síðasta hálfa árið áður en hann fór út þá æfði hann í Mjölni.
Ég hef aldrei keppt í kickboxi eða MT og stefni ekkert svakalega á það, ég hef hinsvegar mikla keppnisreynslu úr sportkarate (kumite) og stigið tisvar í hringinn í einhverjum amatör boxkeppni. Ég stefni á að keppa í MMA og BJJ erlendis. En ég skal segja þér það að ég hef æft með fullt, fullt af Martial arts þjálfurum frá öllum heimshlutum síðustu 10 árin, t.d. heimsklassa sport karateþjálfurum, Matt Thornton sem er gríðalega virtur þjálfari (þjálfað m.a. Randy Coutre) ég hef æft með Luis G. varaforseta SBGi í Maimi (hrikalega góður þjálfari), ég hef æft með atvinnuboxara í Miami, hef æft aðeins með John Kav (þjálfari Árna) og tekið nokkra einkatíma með honum, hef æft með Karl Transwell sem er líka mjög virtur MMA þjáfari í Bretlandi (hefur einnig verið að þjálfa Árna), auk þess hef ég æft nátturlega í PI í s.c. 2-3ár, hef æft með Þórshamari 9 ár, æfði oft með Árna Ísaks einn og stundum fleyri saman og hef verið í Mjölni frá upphafi. Frá þessari reynslu skal ég segja þér að Jimmy er það lélegur þjálfari að það fær varla orðum líst. Þótt að Árni hafi unnið nokkra Thai-box bardaga þá er það lítið Jimmy að þakka. Árni er bara svo gríðalega metnaðargjarn og mikið nátturlega talent fyrir utan þenna gríðalega styrk og úthald sem hann hefur. Auk þess hefur hann æft með fleyri boxurum á Íslandi.
Jón Viðar Arnþórsson
www.mjolnir.is
*************************