WWE pro wrestling sýnir einmitt hvað standardinn er orðinn lélegur, jafnvel á skala pro wrestling. Þar eru þekktustu gaurarnir sem að eru orðnir svo tjónaðir að þeir geta ekki gert þessi mest extreme trikk þannig að það er reynt að búa til spennu með endalausu drama og einhverjum svona storylines.
Ég var eitthvað að fletta í gegnum gervihnött um daginn og sá einmitt á sama tíma WWE og TNA prowrestling. WWE var bara lame, gaurarnir þurftu að taka sér heillangar pásur á milla hvers “stunts”, og eina leiðin til þess að hafa gaman af því er örugglega að þekkja, og lifa sig inn í þennan sápuóperupakka.
TNA var allt öðruvísi. Þar var bara “game on” og svo komu gaurarnir bara á sprettinum niður rampinn , tveir á móti tveimur og svo flugu skrokkarnir bara fram og til baka í gegnum loftið í endalausri “off the top rope” geðveiki.
Þannig að ef að þig grípur óstjórnleg hvöt til að horfa á Pro Wrestling(persónulega segi ég pass), ekki horfa á WWE…..TNA er miklu “betri” prowrestling.