Þjónustan er betur þekkt undir skammstöfuninni RSS sem þýðir Real Simple Syndication og er hugsuð til að auðvelda mjög að fylgjast með efni á Netinu og nota þannig það sem kallað er “push” tækni, það er að efnið er sent til notandans frekar en að hann leiti það uppi. RSS má nota á ýmsan hátt en XML-táknin á síðunni vísa til þess að fá má áskrift að efni sem sérstakur vafri tekur við og vinnur úr.
Með RSS-vafra er leikur einn að gera þetta og fylgjast með mörgum miðlurum og bloggum í einu á sama stað í stað þess að verja miklum tíma í að hoppa á milli staða og skanna í sífellu allskonar afkima. Þar sem það eru bara fyrirsagnir og knappasti texti sem fer til notandans má fara vítt og breitt yfir nýtt efni á augabragði.
Það telst líka til tekna að RSS-vafrar sjá sjálfir um að sækja nýtt efni og eyða út því sem er úrelt og haldast þannig ferskir. Það sem blasir við notendum er að fyrirsagnir eru flokkaðar eftir áskriftum og ef smellt er á fyrirsögn sést annaðhvort aðeins meiri texti eða viðkomandi síða sem við á. Það er svo smekksatriði hversu ört vafrarnir endurnýja efnið.
Bætt við 27. september 2006 - 13:58 Sjá nánar hér:
http://www.sky.is/index.php?option=com_content&task=view&id=227&Itemid=118