Nei.
Bara nei.
Ef að um líf og dauða er að ræða afhverju gerirðu ráð fyrir að þaulreyndur MMA maður myndi ekki LÍKA nota öll þessi bolabrögð sem að þú talar um? Auðvitað myndi hann gera það. Og hann myndi gera það 1000xbetur en Kung-Fu maður sem að hefur aldrei æft lifandi.
Hvað hefur þú potað augað úr mörgum?
Hvað hefur þú rifið margar hreðjar undan andstæðingum?
það hefur þú aldrei gert. Af hverju heldurðu að þú getir það eitthvað betur en MMA þjálfaður maður þegar á hólminn er komið? Þú hefur nákvæmlega jafnmikla praktíska reynslu af dirty brögðum og hann. Semsagt enga.
En hann hefur MUN meiri praktíska reynslu af glímu, höggum, spörkum, lásum og það sem er mikilvægast, mun meiri reynslu af því að bregðast við og fúnkera í því kaosi sem bardagi er í raun og veru.
Hvað nákvæmlega er að finna í Kung-Fu sem að gerir þig svona góðan í því sem að hver heilvita manneskja myndi gera til að bjarga lífi sínu?
Ef þú hefur ekki sparrað það þá kanntu það ekki. Þetta er löngu sannað mál.
Bætt við 26. september 2006 - 19:28
Já og ein viðbót: Hvað í ANSKOTANUM hafa vopnaðir bardagar með þetta að gera?
Hversu oft sparrarðu með vopn, jafnvel bara gerfivopn? Og við hvaða hugsanlegu aðstæður lenda tveir fullorðnir menn í bardaga með spjót, sverð, axir og þessháttar dóterí árið 2006?
Ég gæti alveg eins sagt að 19. aldar herþjálfun væri alveg jafngóð bardagalist og MMA, þar sem ég er miklu flinkari með musket-riffil en Chuck Liddell….þetta er bara fáránlegt.