Mér finnst reyndar BJJ vera aaaalgjör bardagaLIST vegna þess að ef þú stúderar tæknina í henni þá er endalaust hægt að sökkva sér í hana. En það sama er hægt að segja um aðrar bardagalistir eins og Karate, Kung Fu, Aikido, Júdó, box (já, box), wrestling, Hapkido, Wing Chun, o.s.frv.
Allt þetta inniheldur mjög djúpa fræði sem fullt af fólki út um allan heim er að sökkva sér í og/eða æfa á fullu.
Leyfðu fólki bara að fíla sitt, ok? He, he.