Svarið er nei. Einungis tveir “alvöru” MMA bardagar hafa verið haldnir hér á landi. Annar í laugardagshöll á hinu umdeilda box-cardi þar sem Árni Ísaks tók Freddie Arenburg í Muay Thai bardaga og svo börðust Hollendingur og Dani í bardaga með Pancrase reglum.
Seinni bardaginn var viðureign vors ástkæra stjórnanda Kára “QueSuS” og Hannesar úr Pumping Iron sem Hannes vann á TKO eða medical stoppage, veit ekki hvernig það var skrá opinberlega.
Að þessum bardögum frátöldum hefur aldrei verið keppt í MMA og verður örugglega ekki gert neitt alveg á næstunni.
Og ef þú ert ekki í neinu félagi þá verð ég að segja að þú ert verulega bjartsýnn ef þú heldur að þú getir valsað inn í hringinn og ekki farið mjög illa út úr því…