Sælir allir,
Þó að ég hafi nú vikið að þessu aðeins í þráðum hér á Huga undanfarið, þá er ekki verra að ég skelli þessu inn, komi málunum á hreint og tilkynni æfingadaga í september nsk, en áætlun er…:
Fimmtudagur 14 sept kl. 19:00
Laugardagur 16 sept (óákveðið, en líklegast utandyra eftir veðri og vindum)
Mánudagur 18 sept kl 19:00
Miðvikudagur 20 sept 19:00
Staðsetning er í íþróttahúsi Breiðagerðisskóla, Breiðagerði 20, 108 Rvk
Æft verður í svona 3 klst. max að hverju sinni og er aðgangseyrir 500 kr. pr. æfingu þó að 1500 kall dugi ef greitt er í upphafi.
Farið verður yfir grunntækni, stöður og hreyfingar ásamt formum og varnar-/árásartækni. Vopnin að þessu sinni eru eingöngu stafir (Bo og Hanbo) ásamt kaststjörnum… Einnig verður farið útí Ryu-ha tækni og brögð, i.e. Gyokko Ryu og Koto Ryu, en vopnatækni verður tekin úr Gyokko Ryu og Kukishinden Ryu… Allir velkomnir!!!
Svo er ninjapósturinn svokallaði á næsta leyti ásamt frekara námsefni og æfingum fyrir skrásetta meðlimi Grímnis…
En endilega látið flakka ef einhverjar spurningar eru fyrir hendi…
Bestu kveðjur og sjáumst fljótlega,
Diðrik - Nekron (4 Dan)