Frábærar fréttir fyrir BJJ á Íslandi:

Matt Thornton gaf Arnari Frey fjólublátt belti í BJJ í gær! Drengurinn var reyndar farinn að gefa öðrum fjólublábeltingum gott game og búinn að tappa marga þeirra út. Hann æfir líka eins og skepna og á þennan heiður fyllilega skilið.

Margir telja fjólubláa beltið vera fyrsta beltið þar sem hægt er að segja að viðkomandi sé “killer on the mat”. Aðrir segja að ef þú nærð fjólubláa beltinu, þá sértu greinilega í þessu af það mikilli alvöru að þú átt eftir að endast upp í svarta beltið.

Enn aðrir segja að fjólubláa beltið sé tákn um það að þú getir sigrað TÖLUVERT stærri andstæðinga sem hafa LÍKA grunninn í BJJ á hreinu (þ.e.a.s. ekki bara tappað út stóra, sterka byrjendur).

Til hamingju vinur! Hlakka til að sjá þig.

Kv.
Jón Gunnar.