Án þess að vita mikið um það, er Wushu ekki bara Wushu? Minnir að þetta sé þetta official kung fu kerfi sem er keppt í, og er stefnt á að fá sem sýningargrein á ólympíuleikana núna 2008, þeir eru þá með einhver x-mörg form, bæði án og með vopnum. Þannig það er hvorki Wing Chun né tai chi, það er bara Wushu. Minnir að þetta sé mjög akróbatískt, mikið um heljarstökk og fancy moves, minnir einna helst á gólffimleika stundum (ekki sagt til að vera með neikvæðni, þetta eru all rosaleg moves sem þeir taka).
En eins og ég segi þá er þetta það sem mér skilst bara, ég hef aldrei farið í heilsudrekann og æfi ekki Kung Fu :) Þannig vonandi getur einhver sem veit meira útskýrt þetta betur. En annars myndi ég mæla með því að fara bara í prufutíma til þeirra (ef þeir eru með slíkt) eða í minnsta lagi allavega hringja í þau og heyra beint frá þeim hvað þau eru að kenna.