Já og bara til að útskýra þetta aðeins betur…
Hvernig er það mismunandi frá því að æfa að halda boltanum á lofti, æfa spretthraða, úthald, styrktaræfingar og hvað maður nú gerir í fótbolta.
Þetta er allt öðruvísi. Ef maður vill vera góður í MMA þarf maður að æfa nokkrar mismunandi listir. Og þessar listir skiptast niður eins og fótboltinn í mismunandi hluti sem þarf að æfa. Ef menn æfa t.d. box sem er mikilvægur hluti af MMA þurfa þeir að æfa fótaburð, að slippa högg, vörnina, mörg mismunandi högg os.fr. Svo er álíka flókið og mikið sem þarf að æfa í BJJ, Muay Thai og öllum þessum vinsælu bardagalistum fyrir MMA menn. Og það er bara ekki hægt að leggja það á menn að verða toppmenn í þessu öllu, það eru einfaldlega ekki nægir tímar í sólarhringnum fyrir það. Menn verða að velja og hafna og leggja meiri áhrerslu á eitt heldur en annað. Þú segir að í framtíðinni verði einn þjálfari sem getur kennt allt, en það er bara rugl í þér. Jújú hann getur eflaust kennt þetta, en hann getur aldrei kennt Muay Thai eins vel og einhver fyrrverandi keppnismaður í því, eða BJJ eins og vel og einhver Gracie gaur sem hefur einblítt á þetta frá því hann var 6 ára gamall.
Fedor er kannski sá sem hefur komist næst því að vera alveg “complete fighter”. En hann telst ekki með enda er hann ekki mennskur ;)