Af hverju dómarar svona mistækir í MMA? Mér finnst eins og það séu alltaf einhverjar rugl stigaákvarðanir í gangi. Og áhorfendur eru oftast ósammála dómurunum í UFC ef marka má búið. Pride finnst mér leggja aðeins of mikið upp úr “aggressiveness” eða “effort to finish the fight”. Einn aðilinn getur verið að gera allt betur meðan hinn reynir kannski meira og þá vinnur síðarnefndi eins og t.d. í Nogueira VS Ricco bardaganum. Svo eru oft fighterar sem berjast þannig að þeir bakka mikið og counterpuncha, sérstaklega ef þetta eru strikerar að keppa á móti grappler og reyna að halda bardaganum standandi. Gott dæmi um þetta er Mark Homonick á móti Jorge Gurdel í nýjasta Ultimate Fight Night. Mark er topp kickboxari og Gurgel er BJJ svart belti. Mark náði að verjast öllum takedowns og var bakkandi allann bardagann og sparkaði eiginlega ekkert eða óð áfram en stjórnaði samt standuppinu og náði miklu fleiri höggum inn og vann réttilega decision. En fólk búaði því það virðist ekki skilja að maður græðir lítið á því að vera aggressívur ef maður hittir svo ekki með höggunum. En þetta er allavega mín skoðun.