http://videos.gabcity.com/Intense-Freshman-Fight.aspx
Fór að pæla í hvað maður myndi sjálfur gera ef maður myndi lenda í þessari aðstöðu, þ.e. ef einhver bandbrjálaður einstaklingur myndi stökkva á mann og maður yrði neyddur til að verja sig.
Með mína júdóreynslu, myndi ég reyna að taka andstæðinginn niður og ná e-ð armlás. Hins vegar hef ég áhyggjur hvað maður myndi gera ef andstæðingurinn myndi ekki stoppa einusinni þá.
Hvað mynduð þið gera ef þið yrðuð fyrir árás og þið næðuð slagnum í gólfið og næðuð armlás. Síðan myndi einstaklingurinn ekki gefast upp og halda áfram að berjast um eins og ljón.
Væri e.t.v. betra að ná hengingu en lás? Myndi árásarmaðurinn frekar stoppa þá?
“True words are never spoken”