Ég er búinn að vera að horfa á 2 þætti af þessu, ætla mér sennilega að horfa á alla 10 en ég er nú alveg kominn með nóg af þessu bulli í kallinum. Bara útaf hann er búinn að læra Kung Fu í einhver fleiri ár þá ákveður hann að labba um á milli fólks og kenna þeim trick til að verja sig sjálf.. eins og í öðrum hvorum þættinum gengur hann inná bar og talar við dyraverðina og spyr þá útí eitthvað einsog hvað ef einhver ræðst á þig og eitthvað og talar svo um mismunandi vopn eins og hafnaboltakylfu og lætur þá alltaf einhvern gaur ráðast á sig og svo gerir hann einvherja voða flashy dót sem virkar ógeðslega vel, pís of keik.
Mér finnst þetta VEEEEEEEEEERULEGA einhæf umfjöllun, meira eða minna er þetta um hvað Wing Tsun (eða hvernig sem þetta er skrifað) og Kung Fu virkar vel á móti öllu öðru.. hvað það er mikið betra að kunna að channela chi'ið sitt frekar en að vera gera allt annað.
Svo í öðrum þætti þá er hann að tala við einhverjar breskar wrestling kellingar, þær líta út fyrir að vera með haus fullan af sandi! Eins og flestir vita er WWE ekki bardagalist af neinu tagi, meira eða minna er allt í kringum þetta stórlega ýkt til að auka skemmtun.
Kannski á hann eftir að taka fyrir fleiri íþróttir en fyrstu tveir þættirnir eru meira eða minna búnir að snúast um hvað Kung Fu og það allt er betra en annað, hvernig þú getur notað þetta allt sem hina fullkomnu sjálfsvörn og þú þarft ekkert annað.
Sjáum til hvernig þetta fer, vonandi skánar þetta..