Eitt sem ég myndi vilja bæta við: Matt stundaði amatör box sem unglingur mest, gekk svo í herinn og var þar í nokkur ár, og fór svo út í Jeet Kune Do og Muay Thai með t.d Burton Richardson og Paul Vunak þegar hann losnaði úr hernum sem leiddi hann inn í BJJ og það sem er í dag SBG upp úr því….þannig að það eru nokkur ár þarna á milli sem að hafa ábyggilega verið hans “prime” ár líkamlega séð…
Og neikvætt álit Matt á atvinnumanna boxi sem starfsframa hefur EKKERT að gera með álit hans á boxi sem bardagalist - hann hefur margoft tekið það fram að vestrænt box er aðal uppistaðan í standup prógrammi SBG, ásamt Muay Thai.
Persónulega verð ég samt að segja að ég er sammála honum - ferill sem atvinnuboxari er ekki eitthvað sem ég myndi öfunda nokkurn einasta mann af. Þeir eru fáir gömlu jaxlarnir sem að eru ekki skaddaðir á einn eða annan hátt eftir að ferillinn er á enda, drafandi og hálf utan við sig. Þeir fáu sem hafa sloppið sæmilega vel eru einmitt þeir sem hafa varnarsinnaðann “stick-and-move” stíl, og yfirleitt verið stimplaðir sem leiðinlegir boxarar fyrir vikið.